Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Hljómsveitin Upplyfting var lengi ein vinsælasta ballhljómsveit landsins. Trú nafninu og samnefndu markmiðinu veitir hún landsmönnum enn eitt tækifærið til þess að lyfta sér upp, nú með hljómplötunni Heilsa og kveðja sem kemur út 2. júlí. „Við byrjuðum að vinna við plötuna í kreppunni 2008, en útgáfan hefur dregist svolítið,“ segir bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Magnús Stefánsson, söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar.

Þegar Kristján Björn Snorrason hljómborðsleikari og Ingimar Jónsson trommuleikari fóru í Samvinnuskólann á Bifröst 1979 voru þeir teknir inn í skólahljómsveitina þar sem þeir hittu meðal annarra fyrir Magnús og Sigurð V. Dagbjartsson, söngvara og gítarleikara. Upplyfting varð að veruleika þá um áramótin og útgáfufyrirtækið SG hljómplötur gaf út með sveitinni plötuna Kveðjustund 29-6 1980 ...