Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Kröfur gesta sem til okkar koma verða sífellt meiri. Okkur er metnaðarmál að mæta þeim en einnig að leiða þróunina í því sem koma skal. Hleðsla fyrir rafbíla er líka eitt af því sem ferðaþjónustan í landinu þarf að geta boðið gestum sínum,“ segir Sveinn Heiðar Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri. Þar var í vikunni sett upp og tengd rafhleðslustöð sem tveir bílar í einu geta tengst. Hleðslan tekur fjórar klukkustundir og geta gestir hótelsins þá til dæmis sett bílinn í samband að kvöldi og tekið hann fullhlaðinn að morgni.

Galdur að leiða þróun

Í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarlaustri eru hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. Mikilvægt var hins vegar að bæta aðgengi að rafhleðslum við hótel, segir Sveinn Heiðar. Þegar auglýst var eftir umsóknum úr Orkusjóði vegna innviðaverkefna sendu forsvarsmenn...