Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Íslendingar settust að í Kanada undir lok 19. og í byrjun 20. aldar, meðal annars í Lundar við þjóðveg númer 6 austan við Manitoba-vatn, um 100 km fyrir norðan Winnipeg. Þar fæddist Guðrún Helga Júlía Sigurdson (helgasigurdson@icloud.com) og býr þar enn, 100 árum síðar. „Ég ætlaði mér aldrei að giftast Íslendingi og aldrei að setjast að í Lundar en samt fór það nú svo eftir að ég bjó í Vancouver og Winnipeg um stund,“ segir hún kímin.

Foreldrar Helgu voru Sigurður Daníelsson Hólm frá Hólmlátri á Skógarströnd, sem flutti með foreldrum sínum til Vesturheims, og Sigríður Guðný Jóhannesdóttir Borgfjörð frá Reykjavík, sem fór 16 ára vestur með systur sinni 1901. Foreldrar þeirra komu síðar. Sigurður og Sigríður kynntust í Winnipeg og bjuggu sér heimili í Lundar, þar sem þau eignuðust sjö börn. Helga fæddist á sjöundu kvöldstundu sjöunda dags sjöunda mánaðar...