Svanhildur Ingvarsdóttir fæddist 11. október 1937. Hún lést 4. mars 2020.

Útför Svanhildar fór fram 25. júní 2020.

Kær vinkona okkar, Svanhildur Ingvarsdóttir, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. mars sl. Við fráfall Svönu, eins og hún var yfirleitt kölluð, rifjast upp hlýjar og góðar minningar.

Mikill vinskapur hefur verið á milli fjölskyldna okkar svo langt sem við systkinin munum. Við bjuggum öðrum megin á Klettahrauninu en hinum megin við götuna bjó Svana með Svenna sínum og Katrínu dóttur þeirra. Það var því mikill samgangur og ósjaldan sem farið var á milli húsa.

Svana og Svenni áttu einstaklega fallegt heimili með norrænu yfirbragði. Veggirnir voru þaktir listaverkum og í seinni tíð fangaði útskurðarskápurinn hans Svenna athygli manns. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Svana var létt í lund og þægilegt að vera í kringum hana. Hún hafði góða...