Fjörutíu ár voru á dögunum síðan Ísbjarnarblús Bubba Morthens kom út en hún er án efa ein áhrifamesta plata íslenskrar rokksögu með lög á borð við Stál og hnífur, Ísbjarnarblús og Hrognin eru að koma. Bubbi fékk fyrir helgi afhenta platínuplötu fyrir sölu Ísbjarnarblúss gegnum árin en platínuplata er viðurkenning sem Félag hljómplötuframleiðenda veitir fyrir plötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum. Hér hampa þeir plötunni, Bubbi og útgefendur hans hjá Öldu Music, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds.