— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Um 100 til 150 manns komu saman á kyrrðarstund við Bræðraborgarstíg í gærkvöldi til að votta þeim sem létust í bruna þar fyrir helgi virðingu sína og sömuleiðis til þess að sýna samúð og samhug með þeim sem eiga um sárt að binda eftir eldsvoðann. Margir hverjir komu með blóm og lögðu upp að húsinu sem brann. Starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vinnur nú að því að læra af eldsvoðanum. Ef í ljós kemur að breyta þurfi lögum þá mun stofnunin vinna að slíkum breytingum, að sögn forstöðumanns brunamála. 10