Eftir Kristin Manuel Salvador: „Í allri handleiðslu og kennslu sem ég hef notið hjá SÁÁ var það alltaf, að mínu mati og margra annarra ráðgjafa, Þórarinn sem bar af og miðlaði af yfirburðaþekkingu.“
Kristinn Manuel Salvado
Kristinn Manuel Salvado
Undirritaður er löggiltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi, einn þriggja ráðgjafa hjá SÁÁ sem sagt var upp nýlega vegna aldurs í tengslum við fjárhagslegan niðurskurð samtakanna. Ég verð að viðurkenna það að mér létti þegar ég las nöfn þeirra kollega minna sem undirrituðu gildishlaðna yfirlýsingu gegn Þórarni Tyrfingssyni og sá að þrátt fyrir mikinn þrýsting og vafasamar aðferðir við undirskriftasöfnunina léði meirihluti þeirra ekki nafn sitt á hana. Ég verð líka að segja að ég undraðist það að talsverður hluti þeirra sem skrifuðu undir hefur litla eða enga reynslu af samstarfi við Þórarin.

Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að þrátt fyrir marga „vitleysuna“ sem ég hef lesið að undanförnu um málefni SÁÁ, skyldi ég ekki taka opinberlega þátt í umræðunni. Viðtal Mbl. við Sigurð Friðriksson um helgina þar sem hann eys svívirðingum yfir Þórarin Tyrfingsson og vegur alvarlega að æru hans var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Ég tel mig...