Sigríður Thors fæddist 13. maí 1927. Hún lést 13. maí 2020.

Útför Sigríðar fór fram 28. maí 2020.

Mig langar að minnast með örfáum orðum Siggu vinkonu minnar. Við kynntumst fyrir ekki svo mörgum árum en á milli okkar myndaðist einstaklega góður vinskapur. Enda var Sigga svo yndisleg, broshýr, hlý og góð kona. Yndislegri konu er vart hægt að finna. Áttum við margar ljúfar og góðar stundir saman. Að sögn dætra hennar kvaddi hún brosandi sem ég skil svo vel því alltaf var stutt í fallega brosið. Covid-19 kom í veg fyrir að ég gæti kvatt hana. Ég votta dætrum hennar og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Hitti þig, Sigga mín, þegar minn tími kemur.

Ég vil gjarnan lítið ljóð

láta af hendi rakna.

Eftir kynni afargóð

ég alltaf mun þín sakna.

(Guðrún V....