Johann Hari lýsir rót fíknar þannig að hún spretti ekki frá því að fólk sprauti í sig efnum eða innbyrði. Hún spretti miklu fremur úr sársaukanum sem fólk upplifir innra með sér. Samt erum við búin að búa til kerfi sem snýst um að auka sársauka fíkla í von um að stöðva neyslu þeirra. Þetta kerfi sé í raun gert til að halda fólki í viðjum fíknar. Hugmyndafræðin um stríð gegn fíkniefnum snérist upp í þessa andhverfu sína og eins og öll önnur stríð þá verður skaðinn meiri og verri. Stríðið átti að útrýma vímuefnanotkun en afleiðingarnar voru fjötrar og fordómar um þennan sjúkdóm.

Mörg okkar hafa á einhverjum tímapunkti þurft að fást við einhverskonar fíkn. Spilafíkn, kynlífsfíkn, vinnufíkn, matarfíkn. Alla jafna er lausnin við fíknivanda sú sama: Meðferð og viðeigandi heilbrigðisþjónusta. En sem samfélag höfum við tekið eina fíkn út fyrir sviga og ákveðið að beita annars konar úrræðum hennar vegna – það er að þeim sem ánetjist...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson