Veronika S. Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

„Þetta er allt annað líf hérna. Í Hollandi er fólk með grímur á hverjum degi og talar allan daginn um kórónuveiruna, ég var orðinn hundleiður á því. En hér er eins og hún sé ekki til,“ segir hollenski ferðamaðurinn Carlos Zeegers.

Hann kom hingað til lands 19. júní til þess að ferðast og sinna sjálfboðastarfi í senn, hjá umhverfisverndarsamtökum.

Örfáir ferðamenn leyndust í mannfjöldanum á sólríkum degi í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar blaðamaður arkaði ásamt ljósmyndara í von um að taka einhvern tali.

„Þetta er búið að vera frábært frí, við gistum í Hafnarfirði og sigldum á dögunum til Vestmannaeyja,“ segir hann.

Sleppti faraldrinum

Félagi Carlosar, Sebastian, hefur verið á Íslandi og sinnt sjálfboðastörfum í þágu sömu samtaka frá því í febrúar. Hann kemur...