Fréttaskýring

Pétur Magnússon

petur@mbl.is

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem birt var fyrir helgi. Skýrslan tekur saman stöðu einstakra ríkja þegar kemur að málum tengdum mansali og aðgerðum þeirra til að sporna við því.

Ísland er í öðrum flokki (Tier 2) fjórða árið í röð, sem þýðir að stjórnvöld uppfylla ekki lágmarksskilyrði bandaríska utanríkisráðuneytisins með tilliti til varna gegn mansali, en hefur sýnt viðleitni til þess. Ísland hefur ekki verið í fyrsta flokki (Tier 1) síðan árið 2016.

Í skýrslunni segir að stjórnvöld hafi tekið skref til að bæta aðgerðir gegn mansali frá því á síðasta tímabili. Þar á meðal juku stjórnvöld styrki til samtaka sem veita fórnarlömbum mansals aðstoð og fræða erlenda verkamenn um íslenskan vinnumarkað. Engu að síður stóðust...