Sigurður E.R. Lyngdal fæddist 15. ágúst 1948. Hann lést 3. júní 2020.

Útför Sigurðar fór fram 12. júní 2020.

3. júní sl. lést vinur minn Sigurður Einar Reynisson Lyngdal eftir erfiða ævidaga síðustu ár.

„Æ, þetta bölvaða vesen að hafa fæðst,“ er haft eftir E.M. Cioran en þetta gætu einmitt verið orð höfð eftir vini mínum Sigurði Lyngdal. Hann var beinskeyttur og kom ávallt beint að efninu og hafði skarpa kímnigáfu svo ekki meira sé sagt. Mannkostum mörgum var hann gæddur og ætla ég ekki að tíunda það hér. Þó vil ég nefna einn þátt í hans persónuleika sem ég mat mikils og öfundaði hann af, sem var hve vel hann varðveitti barnið í sér. Það væri hægt að segja að hans innra líf hafi verið teiknimyndasería sem breyttist samkvæmt tímans rás. Þegar við hittumst eða töluðum saman í síma, þá spunnum við hverja teiknimyndasöguna af annarri og var hann ávallt teiknarinn. Við...