Eftir Ingibjörgu H. Sverrisdóttur: „Lífeyrir frá almannatryggingum hefur ekki fylgt launaþróun síðustu ára eins og lög um almannatryggingar kveða á um.“
Ingibjörg H. Sverrisdóttir
Ingibjörg H. Sverrisdóttir
Í dag fer fram landsfundur Landssambands eldri borgara. Á fundinum munu fulltrúar frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) halda á lofti vilja félagsmanna í félaginu, en hann kom skýrt fram í ályktunum sem samþykktar voru á fjölmennasta aðalfundi félagsins til þessa.

Fundarmenn á aðalfundi FEB lýstu yfir miklum vonbrigðum með það hversu lítið hefur gengið að leiðrétta launakjör eftirlaunafólks, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna fyrir síðustu alþingiskosningar.

Í ályktun félagsins segir m.a.: „Lífeyrir frá almannatryggingum hefur ekki fylgt launaþróun síðustu ára eins og lög um almannatryggingar kveða á um. Á tímabilinu 2010-2019 hækkuðu lágmarkslaun um 92%, en á sama tíma hækkaði grunnupphæð ellilífeyris frá TR einungis um 61,6%. Skerðing á lífeyri frá almannatryggingum vegna annarra tekna er meiri en þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tekjur eftirlaunafólks eru að...