Finnbogi Sævar Kristjánsson fæddist 21. júní 1956. Hann lést 14. júní 2020.

Útför Finnboga fór fram 22. júní 2020.

Það var slæmt að fá þá frétt að okkar kæri skólabróðir hefði tapað þeirri baráttu sem hann háði við illvígan sjúkdóm frá því skömmu fyrir jól. Kynni okkar hófust þegar leiðir lágu saman á Hvanneyri.

Það var vaskur hópur pilta og stúlkna sem settist á skólabekk í bændadeild á Hvanneyri haustið 1974. Nemendur komu úr flestum landsfjórðungum og var áhugavert að kynnast samnemendum. Þó flestir ættu uppruna úr sveit þá voru samt ótrúlega ólíkar aðstæður og búhættir milli landsfjórðunga og milli búa. Einnig var málnotkun, orð og orðatiltæki yfir verk og verklag frábrugðið milli landsfjórðunga sem oftar en ekki kom af stað heitum umræðum. Eins sakleysislegt orð eins og „hey“ gat komið af stað miklu karpi og allir höfðu rétt fyrir sér, þ.e.a.s. hver landshluti...