Úlfur Sigurmundsson fæddist 4. apríl 1934. Hann lést 11. apríl 2020.

Útför hans fór fram 23. júní 2020.

Leiðir okkar Úlfs lágu saman 1998 þegar Úlfur og Einar sonur hans stofnuðu hugbúnaðarfyrirtæki og réðu mig til starfa sem framkvæmdastjóra. Einar var stjórnarformaður og búsettur í Bandaríkjunum en Úlfur vann náið með mér sem traustur ráðgjafi. Við unnum þétt saman og fljótt myndaðist með okkur öllum traustur vinskapur. Ég lærði fljótt að hlusta á ráð og visku Úlfs.

Mér er minnisstætt þegar við hófum okkar samvinnu að Úlfur spurði mig um fjölskyldu mína. Ég rakti ættir mínar og þegar kom að föðurætt minni, áttaði hann sig fljótt á að Jón Gunnarsson var afi minn. Hann rak í rogastans og sagði mér að þegar hann var nýútskrifaður hagfræðingur hefði afi verið sá fyrsti sem hefði ráðið hann til starfa til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þar átti hann að leiða byggingu...