Sigríður Einarsdóttir fæddist 10. apríl 1920. Hún lést 7. júní 2020.

Útförin fór fram 19. júní 2020.

Nú hefur Sigríður Einarsdóttir kvatt okkur orðin 100 ára. Það eru orðin mörg ár síðan ég sá hana fyrst, þá bjó hún ásamt foreldrum og bróður á Skarði sem var prestsetur sem var þá nýlegt, en þau bjuggu í gamla bænum sem var burstabær með torfþaki. Þetta var allt svo hlýlegt og notalegt hjá þeim. Sigga var svo dugleg í öllu, hvort sem það var úti eða inni.

Ég var bara 7 ára þegar ég kom fyrst til þeirra og var þar í þrjú sumur, svo voru systur mínar Fríða og Rúna seinna hjá þeim. Það voru alltaf vissar reglur og allir höfðu sitt hlutverk. En þarna var vinátta í heiðri höfð og góðir siðir, sem hafa haft góð áhrif á mann gegnum lífið. Það komu mörg börn á sumrin sem stoppuðu mislengi og hugsaði Sigga vel um þau. Svo liðu árin og öll mín börn hafa verið í sveit hjá þessari...