Baksvið

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Vonir fjárfesta um að staða Icelandair Group myndi skýrast í þessari viku urðu að engu í gærmorgun þegar fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekkert yrði af fyrirhuguðu hlutafjárútboði fyrr en í ágústmánuði. Vonir stóðu til þess að útboðsskilmálar yrðu gerðir opinberir fyrir mánaðamót. Hlutabréf félagsins féllu um 9,2% í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar fréttanna. Umfang viðskiptanna var hins vegar mjög takmarkað eins og undanfarnar vikur eða rétt tæpar 3,3 milljónir króna.

Hafa stórir hluthafar í félaginu, ekki síst lífeyrissjóðir, beðið í ofvæni eftir því að fá skýrari mynd af því hvað stjórnendur Icelandair Group hyggist fyrir í þeirri viðleitni að koma fyrirtækinu á beinu brautina að nýju. Starfsemi þess hefur í raun verið í lamasessi frá því að víðtækt ferðabann stöðvaði nær alla flugstarfsemi í Evrópu fyrr á þessu...