Eftir Jagan Chapagain og Andrew Steer: „Faraldurinn og undanfarin loftslagstengd áföll hafa sýnt fram á að við verðum strax að fjárfesta meira í viðbúnaði í stað þess að bíða næsta áfalls.“
Jagan Chapagain
Jagan Chapagain
Heimsbyggðin hefur búið sig undir framtíðina í þeirri röngu trú að hún verði eins og fortíðin. En þar sem COVID-19 gengur um heiminn á sama tíma og hvirfilbylir skekja Suður-Asíu og Kyrrahafssvæðið og gríðarmikil engisprettuplága fer yfir Austur-Afríku hefur þörfin fyrir undirbúning vegna ófyrirséðra áfalla orðið skýrari en nokkru sinni fyrr. Búist er við fleiri og erfiðari faröldrum, flóðum, óveðrum, þurrkum og gróðureldum en nokkru sinni fyrr og munu þessir atburðir hafa áhrif á hundruð milljóna manna á hverju ári.

COVID-19 faraldurinn ætti að vekja heimsbyggðina alla til vitundar. Og sem leiðtogar alþjóðlegra samtaka gerum við okkur grein fyrir bæði hinni miklu hættu sem af honum stafar og möguleikunum á breytingum sem hann felur í sér.

Faraldurinn og undanfarin loftslagstengd áföll hafa sýnt fram á að við verðum strax að fjárfesta meira í viðbúnaði í stað þess að bíða næsta áfalls. Valið er skýrt: Tafir og...