Eftir Þorbjörn Guðjónsson: „Láta verður af hugmyndafræðilegu reiptogi vinstri og hægri og takast á við atvinnuleysisbölið með hliðsjón af þeim valkostum sem fyrir eru.“
Þorbjörn Guðjónsson
Þorbjörn Guðjónsson
Undirritaður átti neðangreindar línur í tölvunni (frá miðjum febrúar) en finnst nú ástæða, kannski að ástæðulausu, til að birta þær vegna erfiðra aðstæðna á vinnumarkaði og í hagkerfinu almennt.

Í janúar 2020 voru 9.600 atvinnulausir og greiddar atvinnuleysisbætur voru 2.482 milljarðar í sama mánuði. Í maí voru 26.047 skráðir atvinnulausir eða 13% af mannafla. Almennt atvinnuleysi í maí var 7,4 %. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 á mánuði.

Sagt er að ýmis verkefni hjá hinu opinbera sitji á hakanum svo sem viðhald fasteigna, lagning og viðhaldi vega, fækkun einbreiðra brúa og viðhald handriða á brúm, þar sem í síðastatalda atriðið er talið að setja þurfi 2,5 milljarða að mig minnir. Tína mætti fleira til en læt hér staðar numið. Sumum þessara verkefna verður ekki sinnt yfir háveturinn og sjálfsagt hefur hið opinbera sundurgreint verkefnin með hliðsjón af eðlilegri tímasetningu þeirra. Sömuleiðis hlýtur hið...