Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: „Nýja menningarbyltingin felur í sér endurvakningu kynþáttahyggju, þess að flokka fólk eftir húðlit. Hún ber líka með sér öll einkenni öfgatrúar, þ.m.t. athafnir sem fólki er ætlað að undirgangast til að sanna undirgefni sína gagnvart rétttrúnaðinum.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hef ég fjallað mikið um skaðleg áhrif pólitísks rétttrúnaðar og svokölluð ímyndarstjórnmál (e. identity politics). Þótt kenningar um að Covid-faraldurinn muni breyta heiminum séu stundum heldur langsóttar leyfði ég mér að vona að þessi sameiginlega raun heimsbyggðarinnar myndi minna á hvað skiptir raunverulega mestu máli. Hlutir á borð við samkennd, jafnræði, heilbrigðisþjónustu, verðmætasköpun atvinnulífsins, öryggi ríkja o.s.frv. Slíkir hlutir og mörg af grundvallargildum vestrænna samfélaga hafa átt mjög undir högg að sækja.

Það horfir ekki vel með þær vonir. Um leið og dró úr árifum faraldursins á Vesturlöndum náðu áhrif óheillaþróunar samfélaganna nýjum hæðum. Eftir að rétttrúnaðarfylkingin hafði haft enn meiri tíma en áður til að liggja á netinu náði vitleysan nýjum lægðum.

Tilefnið

Það eina sem vantaði var tilefni til að hefja byltingu....