Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fjallaði um mikilvægt málefni hér í blaðinu á laugardag í grein sem hann nefndi Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin. Í greininni rakti hann vaxandi áhrif pólitísks rétttrúnaðar og þöggunartilburða sem sjást víða um þessar mundir.

Sigmundur nefndi ýmis sláandi dæmi um þetta, þar sem fólk hefur verið þvingað til að lýsa yfir stuðningi við málstað sem það hafði ekki hugsað sér að lýsa yfir stuðningi við eða þar sem fólk varð fyrir barðinu á rétttrúnaðinum þar sem það gengi ekki nógu langt. Öfgamennirnir láta sér ekki endilega nægja að fólk lýsi yfir stuðningi við þá, það verður um leið að hafna öllu öðru.

Hann vék einnig að fjölmiðlum sem hann sagði ekki vara varhluta af menningarbyltingunni „og sumir þeirra eru virkir þátttakendur í baráttunni. Ákveðnar sjónvarpsstöðvar gerðu kröfu um að fréttaskýrendur bæru nælu til að sýna stuðning sinn við BLM [Black Lives Matter].

...