Halldóra K. Thoroddsen fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1950. Hún lést 18. júlí 2020.

Foreldrar hennar voru Ásdís Sveinsdóttir silfursmiður og Sigurður Thoroddsen verkfræðingur.

Systkini Halldóru eru Jón Sigurður, Guðbjörg og Ásdís. Hálfsystkini hennar eru Dagur, Signý og Bergljót Njóla Sigurðarbörn.

Að loknu stúdentsprófi frá MR dvaldi Halldóra eitt ár í Danmörku og stundaði nám í sálarfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Heim komin settist hún í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi sem handmenntakennari. Vann eftir það við kennslu nokkur ár, lengst í Öskjuhlíðarskólanum. Halldóra venti síðan kvæði sínu í kross og hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan eftir sex ára nám úr textíl- og nýlistadeild. Hún hélt þrjár sýningar á textílverkum sínum. Árið 1990 sendi Halldóra frá sér sína fyrstu ljóðabók. Þær urðu alls fjórar. Auk þess sendi hún frá sér fjögur skáldverk, þeirra á...