Guðrún Hulda Guðmundsdóttir fæddist 22. júlí 1925 á Háamúla í Fljótshlíð. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 19. júlí 2020.

Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Jónsson bóndi á Háamúla.

Guðrún Hulda fór nokkurra vikna í fóstur til Sigurbjargar Dórótheu Gunnarsdóttur og Steins Þórðarsonar á Kirkjulæk III í Fljótshlíð. Þar eignaðist hún þrjú fóstursystkini, Ingileif Steinsdóttur, Gunnbjörgu Steinsdóttur og Ólaf Steinsson. Þau eru látin.

Guðrún Hulda átti tvær alsystur, Guðríði, fædda 1918, lést 1996, og Halldóru, fædda 1929. Einnig átti hún fjögur hálfsystkini sem eru látin.

Guðrún Hulda giftist Hermanni Lundholm garðyrkjumanni, f. 3. ágúst 1917, d. 27. apríl 2007. Þau slitu samvistir. Börn Guðrúnar Huldu og Hermanns eru 1) Sigurbjörg, fædd 1942. Eiginmaður hennar er Þórir Ólafsson. Þau eiga þrjú börn, níu barnabörn og níu barnabarnabörn. 2) Ísidór er fæddur 1947....