Kristbjörg Haraldsdóttir (Dodda frá Sandhólum) fæddist 6. desember 1922. Hún lést 22. júlí 2020.

Útför hennar fór fram 30. júlí 2020.

Elsku mamma mín. Hvar byrjar maður þegar á að lýsa konu sem hefur lifað nánast í heila öld? Minningar eru bæði margar og góðar frá öllum þeim 58 árum sem ég hef fengið að hafa þig. Og það sem ég er þakklát fyrir þig. Ekki bara varstu falleg og góð heldur líka með svo skemmtileg og sterk gen sem ég fékk fullt af.

Fyrstu minningar eru frá því að ég er að verða þriggja ára og þú komst heim af fæðingardeildinni með Jenný. Ég kyssti þig margoft fyrir að hafa gefið mér litla systur. Gleðin rann nú fljótt af mér þegar ég uppgötvaði að nú þyrfti ég að deila athygli þinni með þessum krakkaormi, svo ég gerði mitt besta til að hjálpa þér að ala hana upp, tuktaði hana smá til annað slagið og svoleiðis.

Sveitaminningarnar eru miklu...