Stangveiði

Eggert Skúlason

eggert@mbl.is

Mikið hefur verið rætt um þá miklu veiði sem nú er í Eystri-Rangá. Hún er eins og flestir þekkja á sem byggir alfarið á seiðasleppingum. En það gerir systuráin Ytri-Rangá líka. Það er því ljóst að miklu skiptir hver uppruni seiðanna er og meðhöndlun þeirra.

Nú er það að gerast að Affallið, sem er fjögurra stanga á í Landeyjum er að gefa mjög góða veiði. Affallið var hástökkvari vikunnar í veiðitölum og skilaði áin tæplega 250 löxum í síðustu viku og er það mesta vikuveiði á landinu ef frá er talin þúsund laxa vikan í EystriRangá. Það er Landssamband veiðifélaga sem vikulega birtir veiðitölur á vef sínum angling.is og eru tölurnar fengnar þaðan. Affallið er komið í áttunda sæti yfir gjöfulustu laxveiðiárnar í sumar og fór upp fyrir mörg af stóru nöfnunum eins og Selá, Langá, Hofsá og fleiri. Líklegt er að hún klífi enn hærra í næstu...