Síldin og ferðamenn eiga eitt sameiginlegt. Hún og þeir koma og fara.
Íslenzka þjóðarbúið hefur orðið fyrir tveimur þungum áföllum á rúmum áratug. Hið fyrra var Hrunið, sem varð með falli bankanna haustið 2008, en hið síðara kórónuveiran og efnahagslegar afleiðingar hennar.

Í báðum tilvikum er að hluta til um að ræða áhrif frá öðrum löndum. Hrun hinna einkavæddu banka haustið 2008 og peningaflóðið í aðdraganda þess átti sér, auk annars, rætur í miklu fjármagni á lágum vöxtum, sem íslenzku bankarnir höfðu greiðan aðgang að á alþjóðlegum mörkuðum. Tildrög kórónuveirunnar þekkja allir.

Endurreisn efnahagslífs okkar eftir Hrun hefði gengið hægar fyrir sig ef ekki hefði komið til gífurleg fjölgun heimsókna erlendra ferðamanna hingað til lands. En reynslan nú sýnir að þeir eiga það sameiginlegt með síldinni að þeir koma en geta horfið á skömmum tíma.

Árið 1966 nam síldaraflinn 770 þúsund tonnum og loðnuaflinn 125 þúsund tonnum. Ári síðar, 1967, var síldaraflinn kominn...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is