Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður settur í embætti í annað sinn í dag klukkan 15:30. Vegna hertra aðgerða í baráttu við kórónuveiruna verður innsetningarathöfnin með gerbreyttu sniði.

Þegar Guðni var settur í embætti hið fyrra sinn, 1. ágúst 2016, var 231 viðstaddur. Þar af 226 gestir auk handhafanna þriggja og forsetahjónanna. Til stóð að um 80 gestir yrðu núna en vegna tveggja metra reglunnar hefur þeim verið fækkað í 24. Sautján gestir verða í þingsal ásamt handhöfum og forsetahjónum og sjö gestir í hliðarherbergjum, alls 29. Ýtrustu sóttvarna verður gætt og engin handabönd viðstaddra.

Í 6. grein stjórnarskrár Íslands segir: „Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að 4 árum liðnum.“ Þetta þýðir að umboð Guðna forseta rann út á miðnætti síðastliðnu og er hann því ekki starfandi forseti þegar flestir lesendur fá...