Odysseifur og Penelópa: Hann ráðagóður, hún vitur.
Odysseifur og Penelópa: Hann ráðagóður, hún vitur.
Í 19. þætti Odysseifskviðu er sagt frá því að fóstran Evrýklea laugar Odysseif og finnur þá ör á fæti hans. Á því augnabliki rennur upp fyrir henni að maðurinn sem hún hafði haldið að væri villuráfandi betlari er í raun húsbóndi hennar, kominn heim eftir tuttugu ára fjarveru. Örið hafði Odysseifur fengið á dýraveiðum með Átolýkusi, afa sínum, þegar göltur nokkur laust hann með hvítri tönn sinni. Eins og frægt er í bókmenntasögunni verður nú töf á atburðarásinni og skotið inn alllöngum kafla um bernsku Odysseifs, heimsókn hans til afa síns, veiðiferðina og árás galtarins, sem varð til þess að hann særðist og hlaut auðkenni sitt. Þessi fleygaða frásögn sýnir hvernig fortíðin verður nútíð um stund, þar til skáldið tekur upp þráðinn á ný og setur fótlaugina aftur í forgrunn: „Kerlingin varð undireins glöð og hrygg,“ segir í lausamálsþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, „augu hennar fylltust tára, og hún gat öngvu orði upp komið. Hún tók á kinn...

Höfundur: Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is