Gunnar fæddist 3. apríl 1960. Hann lést 11. júlí 2020.

Útförin fór fram 23. júlí 2020.

Þá ertu farinn frá okkur elsku frændi. Það er mikill missir að góðum frænda, samstarfsmanni og vini. Saman höfum við unnið í tæplega 30 ár með hléum frá því þú treystir mér fyrst í vinnu rétt 11 ára gömlum í bankaafstemmingum. Frændi var með afbrigðum prúður og vanafastur maður. Hann sá enga ástæðu til að breyta því sem vel hafði virkað. Hann notaði enn þá gamla góða ballansinn fram á síðasta dag og ekki átti hann í nánu samneyti við tölvubúnað hvers kyns. Á tíunda áratugnum þegar tæknivæða átti stóra endurskoðunarskrifstofu í Ármúlanum fékk hann tölvu með túbuskjá við sitt skrifborð. Á henni var aldrei kveikt og skjárinn notaður eins og korktafla fyrir minnismiða. Frægt var atvikið þegar rafmagn sló eitt sinn út í Ármúlanum, starfsemi skrifstofunnar lagðist af á meðan og enginn gat unnið, nema...