Fréttaskýring

Pétur Hreinsson

peturh@mbl.is

Kórónuveiran hefur vitanlega litað uppgjör bankanna það sem af er ári. Sé horft á hlutfall virðisrýrnunar útlána af heildarútlánum kemur Arion banki best út úr samanburði íslensku bankanna. Nemur meðaltalshlutfall fyrstu tveggja ársfjórðunga 1,02% hjá Arion banka,1,28% hjá Íslandsbanka en er áberandi hæst hjá Landsbankanum og nemur 2,2%. Sé litið út fyrir landsteinana virðast norrænu bankarnir enn sem komið er hafa sloppið betur en þeir íslensku. Líklega má rekja það til hlutfallslegs mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið en í Fjármálastöðugleika Seðlabankans kemur fram að 10% af heildarútlánum bankanna séu til ferðaþjónustufyrirtækja og nemur upphæðin réttum 250 milljörðum króna.

Áhrifin skýr hjá Landsbanka

Segja má að áhrif vegna kórónuveirunnar komi skýrast fram hjá Landsbankanum...