Bandaríska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í vikunni að það hygðist færa um 12.000 hermenn frá bækistöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi. Þar af munu um 6.400 snúa aftur til Bandaríkjanna en um 5.400 verða sendir til annarra bandalagsríkja í Evrópu, þar á meðal Belgíu og Ítalíu. Þá er einnig til skoðunar að hluti herliðsins fari til Póllands og Eystrasaltsríkjanna.

Bandaríkjaforseti útskýrði ákvörðunina meðal annars með því að þýsk stjórnvöld hefðu dregið lappirnar við að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu, en bandalagsríkin hafa heitið því að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnar- og öryggismála. Þjóðverjar eru langt frá því markmiði og hefur það ítrekað valdið spennu milli þeirra og stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem hafa lagt áherslu á að Evrópuríkin taki á sig meiri ábyrgð í varnarmálum.

Ákvörðunin hefur engu að síður verið gagnrýnd nokkuð af þingmönnum beggja flokka á Bandaríkjaþingi, sem...