Veronika Steinunn Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

Eftir margra ára viðræður hefur Síminn náð samkomulagi við Gagnaveitu Reykjavíkur um aðgang að ljósleiðarakerfi stofnunarinnar. Framkvæmdir eru þegar hafnar og stefnt er að því að þjónusta Símans verði aðgengileg á ljósleiðara GR snemma á næsta ári.

„Við höfum lengi reynt að ná samningum við Gagnaveituna og við náðum nú reyndar ekki þeim samningum sem við vildum, sem var aðgangur að svörtum ljósleiðara. En við ákváðum að við hefðum ekki lengur efni á því að vera ekki með ljósleiðara, þar sem miklar fjárfestingar hafa orðið gagnaveitumegin,“ segir Magnús Ragnarsson, sölustjóri Símans.

Svartur ljósleiðari, sem Síminn sóttist fremur eftir, felur í sér leigu á lögnum Gagnaveitu Reykjavíkur en ekki aðgang að öllum tæknikerfum hennar sem samningurinn felur í sér.

„Þá höfum við verið að nota okkar tæknikerfi á þeirra...