Forsætisráðherra rakti í nýlegu viðtali aðdraganda að myndun ríkisstjórnarinnar og forsendur fyrir samstarfinu. Annars vegar ákall þjóðarinnar um stöðugleika og hins vegar að ráðherrum kæmi vel saman. Slík hreinskilni er lofsverð og engin ástæða til þess að bera brigður á að einmitt þetta hafi sameinað flokkana. Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín.

Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.

Illu heilli hefur kórónuveiran aftur stungið sér niður

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson