Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Hér er ekki undan neinu að kvarta.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

„Hér er ekki undan neinu að kvarta. Maður hélt auðvitað í upphafi að það yrðu miklu fleiri á ferðinni í sumar en það þýðir ekkert að kvarta miðað við hvernig ástandið er,“ segir Bjarni Sigurður Aðalgeirsson. Hann og Jóhanna Pétursdóttir, eiginkona hans, voru lengst af bændur en ákváðu að segja skilið við búskapinn og stofna tjaldsvæðið Camping 66.12 North árið 2018.

„Þetta er þriðja sumarið hjá okkur. Við opnuðum 23. maí og höfum haft opið síðan, allan ársins hring,“ segir hann.

Í byrjun sumars voru fáir á tjaldsvæðinu, enda strangar samkomutakmarkanir í gildi, en gestafjöldinn fór að taka við sér um leið og takmarkanir rýmkuðu og ferðamenn tóku að streyma til landsins.

„Þetta er minna en í fyrra en maður verður bara að læra að lifa með því. Ég er mjög hlynntur þessum lokunum, hvort sem það er Asía eða Bandaríkin. Það er betra að

...