Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

Eyja nefnist þátttökuverk eftir Steinunni Hildigunni Knúts-Önnudóttur unnið í samstarfi við Grétu Kristínu Ómarsdóttur, íbúa Hríseyjar og Leikfélag Akureyrar sem sýnt verður í Hrísey laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst kl. 14 og 16.30 báða daga. Einnig verða tvær sýningar á A! Festival í október.

„Sýningar hefjast með siglingu í ferjunni frá Árskógssandi yfir til Hríseyjar,“ segir Steinunn og tekur fram að verkið taki rúmlega tvo klukkutíma með siglingu báðar leiðir. „Verkið fer fram í ferjunni og innan og utan húss í Hrísey,“ segir Steinunn og hvetur gesti til að mæta tímanlega í ferjuna og koma klæddir eftir veðri. Tekur hún fram að öllum reglum um sóttvarnir verði fylgt, en gert er ráð fyrir að gestir ferðist um eyjuna í tveggja manna hópum, en fjölskyldum gefist kostur á að ferðast um í ögn stærri hópum. Aðgangur er ókeypis, en bóka þarf

...