Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fimm sýningar eru í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi og hafa þær dregið marga að í sumar. „Íslendingar hafa verið duglegir að koma og hafa komið okkur skemmtilega á óvart,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins frá 2007.

Grunnsýningarnar, „Börn í 100 ár“ og „Ævintýri fuglanna“, eru sérstaklega hannaðar. „Vegna samvinnu við hönnuðinn Snorra Frey Hilmarsson hafa þær unnið sig áfram inn í framtíðina,“ segir Guðrún og vísar til þess að þær tali sterkt til allra vegna jafnræðis og alþjóðahyggju.

Á Barnasýningunni eru myndir af fólki frá öllu landinu. Guðrún segir að hugmyndin með sýningunni hafi verið að höfða til alþjóðlegrar hugsjónar, sameiginlegs menningararfs og sameiginlegs eðlis mannsins. Því hafi verið ákveðið að hafa myndirnar, sem bera uppi sýninguna, frá öllu landinu. Það hafi vakið athygli, ekki síst útlendinga. Þeir...