Eiður fæddist með Cerebral Palsy sem á íslensku kallast heilalömun. Hann lætur fötlun sína þó ekki stoppa sig og heldur nú fyrirlestra til þess að vekja athygli á henni.
CP fær litla athygli Vinirnir Guðjón Ari og Eiður halda fyrirlestra saman.
CP fær litla athygli Vinirnir Guðjón Ari og Eiður halda fyrirlestra saman.
Aníta Estíva Harðardóttir

anita@k100.is

Guðjón Ari og Eiður Axelsson Welding vinna saman að því að upplýsa fólk um málefni sem þeim þykir þörf á að ræða. Vinirnir mættu saman í þáttinn Ísland vaknar í vikunni og deildu því með hlustendum hvað það er sem þeir eru að gera.

Eiður fæddist með Cerebral Palsy (CP) sem á íslensku kallast heilalömun. Hann, ásamt Guðjóni, heldur um þessar mundir fyrirlestra þar sem hann útskýrir fyrir fólki hvernig það er að lifa með slíka fötlun. Á fyrirlestrunum ræðir Guðjón um innihald bókar sinnar en hann segist alltaf hafa velt því fyrir sér hvers vegna fólk hegði sér á ákveðinn hátt.

Þann 6. október næstkomandi er alþjóðadagur heilalömunar og segir Eiður fötlunina fá litla athygli hér á Íslandi miðað við það að hún sé sú algengasta.

„Við ætlum að halda fyrirlestur þar sem við ætlum að vekja athygli á þessari fötlun og þessum...