Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur staðfest ráðningu nýrra sóknarpresta á Húsavík og Ólafsfirði.

Umsóknarfrestur um embætti sóknarprests í Húsavíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi rann út á miðnætti þann 6. júlí sl. Þrjár sóttu um.

Kjörnefnd kaus séra Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur og hefur biskup staðfest ráðningu hennar.

Sr. Sólveig Halla er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal, dóttir Kristjáns Hermannssonar og Jórunnar Sigtryggsdóttur, sem er látin. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol.-prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004. Hún hefur verið prestur á Akureyri og í Sømna í Noregi og bóndi í Þingeyjarsýslu. Var settur sóknarprestur í Húsavíkurprestakalli við afleysingar frá 1. september 2019.

Eiginmaður Sólveigar Höllu er Sigurður Páll Tryggvason og eiga þau tvö börn. Að auki á hún...