Húsavík Skjálftavirknin hefur mælst á Skjálfandaflóa.
Húsavík Skjálftavirknin hefur mælst á Skjálfandaflóa. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Veðurstofan, í samráði við almannavarnir, hvetur fólk á Norðurlandi og þá sérstaklega í nánd við Tröllaskaga og Flateyjarskaga að huga að öryggi sínu komi til þess að stór skjálfti ríði yfir á Tjörnesbrotabeltinu á Skjálfandaflóa. Virkni hefur verið þar síðan í sumar og í fyrradag mældust skjálftar upp 4 og 4,6 á svæðinu. Eru það öflugustu skjálftar sem mælst hafa síðan í júní í sumar þegar skjálftahrinan hófst. Mældust þá þrír skjálftar á bilinu 5-6. Heimildir eru um enn stærri skjálfta á svæðinu.

Skemmdur urðu á húsum

Í frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram frá Kristínu Jónsdóttur veðurfræðingi að ástæða sé til þess ætla að skjálfti upp að stærðargráðunni 7 gæti riðið yfir svæðið. Í ljósi þess hvetja Veðurstofan og almannavarnir fólk m.a. til þess að vera meðvitað um að halda sig frá skemmdum byggingum komi til...