Gjögur Starfsmenn Vegagerðarinnar sinntu almennu viðhaldi á vitanum.
Gjögur Starfsmenn Vegagerðarinnar sinntu almennu viðhaldi á vitanum. — Ljósmynd/Guðmundur Jón Björgvinsson
Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Vitinn á Gjögurtá, austan Eyjafjarðar, virðist hafa staðið af sér miklar jarðskjálftahrinur sem gengið hafa yfir svæðið undanfarnar vikur og mánuði.

Starfsmenn Vegagerðarinnar, sem eru í árlegri viðhaldsferð um landið með Landhelgisgæslunni á varðskipinu Þór, komu í Gjögurtáarvita í gærmorgun. Að þeirra sögn er allt í stakasta lagi enn þá þó að vissulega hallist vitinn eins og undanfarin ár en hann hafi þó lítið hreyfst í skjálftunum undanfarið. „Sinnt var hefðbundnu viðhaldi á vitanum og vonandi stendur hann áfram af sér komandi jarðhræringar,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar

Í sumar var sögð af því frétt að óttast væri að vitinn hefði orðið fyrir skemmdum í jarðskálftahrinum en mikil skriðuföll urðu í fjallshlíðinni ofan vitans í júní. Landhelgisgæslan flaug þá yfir vitann til að skoða aðstæður úr lofti og einnig fékkst...