Sviðsljós

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú komin á fullt. Skoðanakannanir benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti eigi á brattann að sækja, nú þegar innan við fimmtíu dagar eru til kjördags, en hann verður 3. nóvember næstkomandi. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur þannig mælst með nokkuð örugga forystu á landsvísu, eða um 50% fylgi, en forsetinn hefur verið með um 42-43% fylgi. Kannanir á landsvísu segja hins vegar ekki alla söguna, því að á endanum eru það kosningar í hverju ríki fyrir sig sem munu ráða því hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Ekki er á vísan að róa í þeim efnum og eru því bæði Biden og Trump nú á faraldsfæti vítt og breitt um Bandaríkin til þess að vinna sér inn sem mest fylgi fyrir lokasprettinn. Það hvert frambjóðendurnir ferðast segir hins vegar ýmislegt um landslag kosninganna, en bæði Biden og Trump...