Andrea Andrea skrifaði bókina Kviknar.
Andrea Andrea skrifaði bókina Kviknar.
Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa fyrir það sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar veturinn nálgast, dagarnir styttast og kuldinn læðist að okkur.

Því ætlum við á K100.is að byrja allar vikur á því að bjóða fólki að hrósa þeim sem eiga það skilið. Það var samfélagsmiðastjarnan Erna Kristín hjá Ernulandi sem hóf hrósbylgjuna á því að hrósa henni Andreu Eyland fyrir Kviknar.

„Ég myndi vilja byrja á því að hrósa Kviknar – Andreu Eyland, fyrir frábært samfélag foreldra og umönnunaraðila barna. Þar opnar hún fyrir alls konar umræður, bæði fallegar, erfiðar og krefjandi sem hjálpa okkur að vera til staðar sem foreldrar. Hún er með þættina Líf kviknar og Líf dafnar og þetta er svo frábært í alla staði og svo mikilvægt!“

Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar alla mánudaga og ekki gleyma að hrósa hvert öðru...