Fyrsti þátturinn af Ráðherranum fer í loftið á RÚV sunnudaginn næstkomandi. Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir, einn höfundanna, segir að Íslendingar muni kannast við ýmislegt í þáttunum.
Stjórnmál Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk í þáttunum.
Stjórnmál Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk í þáttunum.
Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Ráðherrann fjallar um stjórnmálamanninn Benedikt Ríkharðsson sem kemst í stól forsætisráðherra Íslands eftir spennandi alþingiskosningar.

„Benedikt er leiðtoginn sem við öll þráum, greindur hæfileikamaður með hjartað á réttum stað. Vandamálið er bara að samhliða því að vera æðsti valdhafi þjóðarinnar heyir hann hressilega baráttu í höfðinu á sér. Hann er nefnilega með geðhvarfasýki. Serían er í raun ferðalag hans gegnum ólgusjó pólitíkur og andlegra veikinda með tilheyrandi drama og sveiflum. Ráðherrann er líka saga aðstandanda manneskju í svo öfgakenndum aðstæðum, eiginkonu hans Steinunnar sem er eigandi fjölmiðlaveldis, komin úr pólitískri fjölskyldu, sem og aðstoðarkonu Benedikts, Hrefnu,“ segir Björg í viðtali við Morgunblaðið.

Hún segir að uppleggið hafi verið að búa til einhvers konar hliðarveruleika við íslenskt samfélag og hnýta...