— Ljósmynd/Nordic Wasabi
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Nordic Wasabi heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn en ferskt íslenskt wasabi hefur ítrekað ratað inn á matseðla þekktustu veitingastaða Skandinavíu. Má þar nefna Noma og AOC í Kaupmannahöfn, Frantzén í Stokkhólmi og RE-NAA í Noregi.

Að auki er Nordic Wasabi í samstarfi við einn þekktasta mataráhrifavald Skandinavíu, Anders Husa, sem tók wasabi fyrir og kenndi hvernig á að meðhöndla það auk þess að elda úr því dýrindis-konomyaki og nota ferskt íslensk wasabi til að búa til wasabi-mæjó með. Anders Husa, ásamt maka sínum Kaitlin Orr, hefur um árabil rekið eitt virtasta og áhrifamesta matarblogg Skandinavíu og telur fylgjendafjöldi þeirra vel á fjórða hundrað þúsund auk þess sem þau halda úti vinsælli YouTube-rás og öflugu Instagrammi.

Íslensk sjálfbærni

Það gerir árangur Nordic Wasabi þeim mun einstakari en um er að ræða...