Bjarni Páll hefur ásamt fjölskyldu sinni í Saltvík teiknað upp 1.500 km hestaferð um vesturhluta Íslands næsta sumar. Ferðin mun taka um 50 daga og fólk getur keypt sig inn í einstaka áfanga.
Leiðsögumaður Bjarni glaður á góðum degi í sumar í hestaferð. Hér leiðir hann hópinn upp Gönguskarð, á leið þeirra í Flateyjardal við Skjálfanda.
Leiðsögumaður Bjarni glaður á góðum degi í sumar í hestaferð. Hér leiðir hann hópinn upp Gönguskarð, á leið þeirra í Flateyjardal við Skjálfanda. — Ljósmynd/Einar Sæmundsen
Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Þetta kemur nú bara til af ævintýraþrá og löngun eftir nýjum áskorunum, en ég fór fyrir fjórum árum ásamt hópi af frábæru fólki í hestaferð hringinn í kringum Vatnajökul. Sennilega var það ein lengsta hestaferð sem farin hefur verið með skipulagðan hóp af erlendum ferðamönnum, þúsund kílómetra reið á 24 dögum. Í þeirri ferð fórum við austurhlutann af Íslandi og þar sem mig hefur alltaf langað til að ríða um Vesturland og Vestfirði, þá ákvað ég að teikna upp þessa nýju risaferð í vor ekki síst til að hressa við andrúmsloftið og sína smá lífsmark og bjartsýni í allri þokunni sem umlukti ferðaþjónustuna í vor. Við ætlum að fara þessa mögnuðu ferð sumarið 2021 og loka þannig hringnum í kringum landið,“ segir Bjarni Páll Vilhjálmsson sem ásamt fjölskyldu sinni er með mikla hestaferðaútgerð á bænum Saltvík í S-Þingeyjarsýslu.

„Við gefum okkur um 50 daga til að...