Norðurgarður Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur FleXicut-vatnsskurðarvélum.
Norðurgarður Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur FleXicut-vatnsskurðarvélum. — Ljósmyndir/Brim hf.
Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Síðustu vikurnar hefur vinnsla í fiskiðjuveri Brims hf. á Norðurgarði aukist smátt og smátt eftir sumarhlé. Unnið hefur verið að gagngerri endurnýjun í vinnslunni og ný tæki frá Marel, Curio og fleiri fyrirtækjum hafa leyst þau eldri af hólmi. Uppsetningu og prófunum lýkur á næstunni og er gert ráð fyrir að fullum afköstum verði náð er líður á októbermánuð.

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, segir að aukin sjálfvirkni einkenni breytingarnar. Hann nefnir þrjár vatnsskurðarvélar frá Marel sem skeri flakið. Róbótar raði fisknum í kassa og aðrir róbótar raði kössunum síðan á bretti.

Um 130 starfsmenn

Í dag vinna um 130 starfsmenn við fiskvinnsluna á Norðurgarði. Ægir Páll segir að störf hluta starfsfólks muni breytast með aukinni sjálfvirkni þó svo að fjöldi starfsmanna verði svipaður gangi...