Sjúklega gott Þessi lasagna-uppskrift þykir með þeim betri.
Sjúklega gott Þessi lasagna-uppskrift þykir með þeim betri. — Ljósmynd/María Gomez

María Gomez á Paz.is er hér með pastauppskrift sem er svo yfirgengilega girnileg að leitun er að öðru eins. Fyrir þá sem eru fordómafullir í garð grænmetis þá vill svo skemmtilega til að það er fátt betra en gott grænmetislasagna og mörgum þykir það jafnvel betra en hefðbundið lasagna. Við hvetjum ykkur til að prófa þessa dásemd sem leikur við bragðlaukana.

Spínat lasagna

Athugið að þessi uppskrift er frekar stór, ef þið viljið hafa hana minni er gott að helminga hana

Spínatlag

30 g smjör

2 msk. extra virgin-ólífuolía

1 stór skallotlaukur eða 1/2 bolli ca. 50 g

6 marin hvítlauksrif

salt og pipar

900 g ferskt spínat

...