Enn á landinu Egypska fjölskyldan sem senda átti úr landi í gær.
Enn á landinu Egypska fjölskyldan sem senda átti úr landi í gær. — Ljósmynd/Sema Erla Serdar
Egypska fjölskyldan sem fyrirhugað var að vísa úr landi í gærmorgun var ekki til staðar í húsnæði sínu þegar til brottvísunar átti að koma. Því gat brottvísun ekki farið fram að sögn stoðdeildar ríkislögreglustjóra.

Yfirvöld vita ekki enn hvar fjölskyldan er niðurkomin og ekki hefur enn þá verið lýst eftir henni. Mál fjölskyldunnar komst í hámæli nýverið en hún hafði verið hér á landi í 15 mánuði þegar úrskurður kærunefndar útlendingamála um brottvísun lá fyrir.

Síðan hafa liðið nokkrir mánuðir og hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir að enn skuli fyrirhugað að vísa fjölskyldunni úr landi þrátt fyrir að hún hafi nú dvalið hér í um tvö ár. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að börnunum innan fjölskyldunnar líði vel hér á landi og að þau hafi jafnvel lært íslensku.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að reglum verði ekki breytt til þess að bjarga fjölskyldunni frá brottvísun. ...