Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Pétur Magnússon

Ágúst Ingi Jónsson

„Mér finnst mjög sérstakt hvernig maður sér, jafnvel alveg fram á síðustu daga, talað um sjávarútveginn. Hvernig er litið fram hjá þeim drifkrafti sem hefur óneitanlega leitt fram meiri samhljóm við lífríkið, betri nýtingu og meira verðmæti, þar sem árangurinn hefur komið af sjálfu sér í huga sumra, og hann jafnvel litinn hornauga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, meðal annars í ræðu á sjávarútvegsdeginum í gær.

Ráðherra sagðist ekki sjá betur en svo að svarið sem boðað væri á samfélagsmiðlum væri þjóðnýting og upptaka alls hagnaðar í sjávarútvegi, og að ný stjórnarskrá væri kynnt sem veghefill fyrir þá leið. „Ég leyfi mér að vona að rót þessarar umræðu sé einfaldlega skortur á uppýsingum. Að fólk einfaldlega átti sig ekki á mikilvægi greinarinnar [...] og hverju það skiptir fyrir samfélagið að greinin búi áfram...