Íbúðir Svona munu byggingarnar líta út við Grensásveg 1, þar sem verða íbúðir, skrifstofur og verslanir.
Íbúðir Svona munu byggingarnar líta út við Grensásveg 1, þar sem verða íbúðir, skrifstofur og verslanir. — Tölvuteikning/Archus-Ríma arkitektar
Fasteignafélagið G1 ehf. hefur gert samning við verktakafyrirtækið Viðskiptavit ehf. um smíði 50 íbúða á lóðinni við gatnamót Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum en alls munu 186 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging rísa á þessum stað. Einnig er gert ráð fyrir 900 fermetra verslunarhúsnæði á neðri hæðum.

Að undanförnu hafa vinnuvélar verið að störfum við að rífa niður byggingar á lóðinni, sem lengstum hýsti starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur. Síðar var Mannvit þar til húsa og nú síðast Kvikmyndaskóli Íslands.

Áður voru uppi áform um að reisa þarna 300 herbergja hótel en hætt var við þau á síðasta ári og ákveðið að fara í byggingu á íbúðum og skrifstofuhúsnæði. Miðsvæðis á lóðinni er dælustöð en þar sem hún er friðuð verður hún áfram í notkun um sinn.

Eigendi Fasteignafélagsins G1 er Miðjan hf., sem er í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar...